Skip to content

Latest commit

 

History

History
355 lines (237 loc) · 9.06 KB

kynning.md

File metadata and controls

355 lines (237 loc) · 9.06 KB
title
Kynning

Kynning — Vefforritun 1 2023

Vefforritun 1 — TÖL107G

Ólafur Sverrir Kjartansson, [email protected]


Hæ!

  • Ólafur Sverrir Kjartansson, eða bara Óli
  • Kennt vefforritun við HÍ síðan 2013, 10 ár!
  • Fikt á vefnum síðan 1997
  • BSc í hugbúnaðarverkfræði frá HÍ 2007

Þið

  • Sendi stutta könnun fyrir helgi
  • Fjölbreytt reynsla í hópnum!
  • Flest að byrja ykkar vefforritunarvegferð

Hversu mikla reynslu hefur þú af eftirfarandi?

  • 1 — Enga
  • 2 — Litla, hef skoðað eitthvað
  • 3 — Einhverja, hef fiktað og prófað
  • 4 — Töluverða, hef notað í verkefni og/eða lært
  • 5 — Mikla, hef unnið við

HTML CSS JavaScript
Miðgildi 2.0 1.5 1.0
Meðaltal 2.3 2.0 2.0
Staðalfrávik 1.2 1.2 1.2
Algengasta 1 1 1

Git / GitHub Stafrænt aðgengi Vefhönnun
Miðgildi 2.0 1.0 1.0
Meðaltal 2.2 1.6 1.8
Staðalfrávik 1.2 0.9 1.2
Algengasta 1 1 1

HTTP Önnur forritun
Miðgildi 1.0 3.0
Meðaltal 1.4 2.9
Staðalfrávik 0.9 1.2
Algengasta 1 4

Samskipti

  • Allt efni sett inn á GitHub (vísun líka frá Canvas)
  • Eitthvað afritað á Canvas en GitHub er sannleikurinn
  • Tilkynningar sendar í gegnum Canvas og berast á HÍ netfang

Slack


  • Notum rásir til að ræða málin
    • #vef1-2023-fyrirlestrar fyrir fyrirspurnir varðandi fyrirlestra og efni
    • #vef1-2023-verkefni fyrir fyrirspurnir og aðstoð við verkefni
  • Í hópverkefnum er gott að búa til prívat slack rás til að eiga í samskiptum

Af hverju GitHub og Slack?

  • Flest öll samskipti í háskólanámi fara fram í gegnum tólin sem HÍ skaffar
  • GitHub er mikið notað í atvinnulífinu, open source vinnu og jafnvel háskólastarfi
    • Því fyrr sem þið kynnist því betra
  • Slack mikið notað í atvinnulífinu

English

  • This course is taught in Icelandic and all material is in Icelandic
  • The final exam will be in both Icelandic and English if there is at least one request for it from a non-Icelandic speaker
  • Let me know via slack or email if you're having troubles and we'll figure it out

Fyrirlestrar

  • Mánudögum kl. 15:00–17:20
    • Askja — N-132
  • Námsefni lagt fyrir viku áður
  • Fyrirlestrar fara í dæmi, umræður, spurningar og allskonar!

  • Stefni á að taka alla upp
    • Þó lofa ég engu ef tæknin klikkar
    • Sett inn á YouTube seinna um daginn, eða daginn eftir

Dæmatímar

  • Engir dæmatímar í fyrstu viku
  • Hópaskipting og upplýsingar um dæmatímakennara á Canvas
  • Mun liggja fyrir í næstu viku

Verkefni

  • Byggja á raunverulegum verkefnum úr atvinnulífinu
  • Geta verið tímafrek en besta leiðin til að læra er að gera
  • Klárað er betra en fullkomið

  • 12 verkefni í heildina
  • 10 smærri
  • Tvö hópverkefni

Smærri verkefni

  • Sett fyrir og kynnt í fyrirlestri á mánudögum
  • Skilað fyrir lok (23:59) fimmtudags vikunni eftir
  • 8 bestu gilda 5% af lokaeinkunn hvert, samtals 40%
  • Megið ræða saman um verkefni en skrifið ykkar eigin lausn
  • Merkið ef þið fáið aðra utanaðkomandi aðstoð!

Hópverkefni

  • Tvö stærri verkefni, gilda 10% hvort
  • Verkefni unnin í hópum, 2-3 saman
    • Hugbúnaðargerð er sjaldnast einstaklingsvinna
    • Notum git og GitHub

  • Sett fyrir
    • Fyrra í lok september – skalanlegur vefur
    • Seinna í lok október – skalanlegur vefur með JavaScript virkni
  • Skilast ca. mánuði seinna

Verkefnaskil

  • Verkefnum og einkunnum fyrir þau er skilað í gegnum Canvas
  • Lesið leiðbeiningar fyrir hvert verkefni og skilið öllu því sem beðið er um

  • Ef þið hafið athugasemdir við yfirferð og einkunn, byrjið á að senda þær á Canvas
  • Farið yfir með dæmatímakennara
  • Ef þið finnið ekki lausn saman, heyrið í mér

Miðmisserispróf

  • Ekkert miðmisserispróf í áfanganum

Lokapróf

  • Kemur í ljós seinna hvernig fer fram
  • Heimapróf á Inspera seinustu ár

Einkunn

  • Verkefnahluti gildir 60%
  • Lokapróf gildir 40%
  • Ná verður bæði verkefnahluta og lokaprófi með lágmarkseinkunn 5

Mæting

  • Engin skyldumæting
  • Hægt að taka áfangann í fjarnámi (án þess að skrá það þó þannig)

Námskeiðslýsing

  • Grunnur í vefsmíði með áherslu á framenda
    • HTML, CSS og JavaScript
    • Staðlar, venjur, og það sem þarf til að útbúa góða vefi
  • Hönnun, útlit, og að vinna með hönnunarskjöl

  • Forritun í túlkaða forritunarmálinu JavaScript
    • Tenging þess við vafra og tól tengdum því
  • Verkefni felast í smíði vefja þar sem nýta skal það sem kennt er.

Hæfniviðmið

Nemendur sem ljúka þessu námskeiði geta:

  • Þróað aðgengilega og merkingarfræðilega góða vefi með HTML
  • Stýrt útliti vefs með CSS og kunnað skil á nýjustu straumum og stefnum í vefhönnun

  • Skilið og skrifað forrit sem nýta JavaScript til að auðga vefi
  • Skilið mun á framenda og bakenda og hvernig samskiptum þar á milli er háttað með HTTP

Kennsluáætlun

  • Tvær vikur HTML
    • Vefurinn og vefforritun, HTML
    • Element, merkingarfræði, aðgengi og SEO

  • Fjórar vikur CSS
    • Syntax, specificity og cascade, box model
    • Visual formatting, letur og texti, flexbox, grid
    • Skalanlegir vefir og myndir, DevTools, grid
    • Kvikun, hönnun, CSS í stærri verkefnum

  • Ein–tvær vikur CLI og git
    • NPM og tól til auðvelda okkur vinnu
    • Git og GitHub

  • Fimm vikur JavaScript
    • Breytur, gagnatög, stýriskipanir
    • Forritun á vef, DOM og atburðir, einingar
    • Villumeðhöndlun, reglulegar segðir, fallaforritun
    • Forritun á vef, samskipti og HTTP(S)
  • Ein vika fyrir samantekt, upprifjun og upplýsingar fyrir lokapróf

Námsefni

  • Nota efni í kennslubókum ásamt upptökum af fyrirlestrum frá 2021
    • Það þarf ekki að lesa allt eða horfa á allt
    • Mæli með að velja annað hvort fyrirlestraupptökur eða kennslubækur og leita síðan í hitt ef eitthvað óljóst
  • Eyðum tímanum okkar saman frekar í að fara yfir dæmi, umræður og aðstoð

Kennslubækur


Vikublöð

Samanstanda af:

  • Fyrirlestrar vikunnar með upptökum
  • Námsefni, lesefni og lykilhugtök fyrir vikuna
  • Dæmi tengd fyrirlestrum og lesefni
  • „Verkefni vikunnar“

Lykilhugtök

  • Tilraun í ár!
  • Það sem þið ættuð að þekkja nokkuð vel eftir hverja viku
  • Reyni að fara sérstaklega yfir og athuga að þið séuð að fylgja

Kannanir

  • Stuttar, nafnlausar vikulegar kannanir
  • Athuga skilning á lykilhugtökum
  • Athuga hvernig gengur með tæki og tól
  • Önnur atriði sem þið viljið koma á framfæri

Eldri námskeið


Að leita sér hjálpar

  • Ekkert að því að nýta vefinn þegar við erum föst
    • Eyðum smá tíma í að reyna sjálf (mælt í klukkutímum ekki dögum)
    • Leitum hjálpar á slack, í dæmatímum, eða með því að tala við kennara

  • Við erum öll að læra, líka ég
    • Ef það er eitthvað sem mætti betur fara, látið mig vita
  • Ef ég svara ekki strax er það því ég er að gleyma, minnið á ykkur
    • Ég er hérna til að hjálpa ykkur!


Notkun stórra mállíkana (LLM)

  • Getum notað (t.d. ChatGTP) til að aðstoða okkur við námið og verkefnið
  • Munum samt að þetta er tölfræðilegt líkan veit ekki neitt og getur búið til hluti eða svarað vitlaust
  • Nánar á vef HÍ um gervigreind