Skip to content

Latest commit

 

History

History
89 lines (55 loc) · 2.27 KB

aukaverkefni.md

File metadata and controls

89 lines (55 loc) · 2.27 KB

Vefforritun 2, 2022. Aukaverkefni

Kynning á verkefni í tíma.

Aukaverkefnið gefur tækifæri til að bæta við verkefnaeinkunn (og þar sem ekkert lokapróf er: lokaeinkunn). Mögulegt er að bæta allt að 1,5 af 10 við einkunn.

Verkefnið

Verkefnið er viljandi opið, þið megið gera hérumbil hvað sem er svo lengi sem það hefur einhverja tengingu við vefforritun (þarf ekki einu sinni að vera tengt við neitt sem við gerðum í vor!)

Það er ekki krafa að klára og skila hverjum hluta.

Horft er til gæða umfram magns.

Skrifleg kynning

Skrifleg kynning er einhversskonar skrifleg kynning á efnistökum, t.d.

  • Skýrsla
  • Glærukynning
  • Blogg
  • Smásaga

og hefur það markmiði að kynna, sannfæra, segja frá, lofa, gagnrýna o.s.fr. efnistökin.

Efni

Efni er stuðningsefni við kynningar. Getur verið:

  • Forrit
  • Prótótýpa á virkni
  • Hönnunarskjöl (skissur, figma)
  • teikningar
  • greiningt á verkefni (t.d. tímalínur, niðurbrot á verkþáttum)

Kynning

Kynning er „lifandi“ kynning á efnistökum sem getur verið í formi:

  • Fyrirlesturs/kynningar í fyrirlestrartíma (sjá að neðan)
  • Upptöku af kynningu
  • Leikþátts

Hámarks lengd er 10 mínútur.

Hugmyndir um efnistök

  • React Native
  • Vue
  • Vefforritun í öðru forritunarmáli/forritunarumhverfi
  • Aðrir gagnagrunnar, SQL eða NoSQL
  • „Viðskiptahugmynd“
  • Þitt eigið blogg
  • Vefur um efni/áhugamál

Sett fyrir og skráning

Verkefni sett fyrir í fyrirlestri miðvikudaginn 2. mars 2022.

Skrá þarf sig til að taka þátt í aukaverkefni fyrir 27. mars 2022, sjá Canvas.

Skráning er ekki bindandi.

Mat

  • 50 stig—Skrifleg kynning
  • 50 stig—Efni
  • 50 stig—Kynning

Þar sem 10 stig eru 0,1 af lokaeinunn.

Skil

Kynningar á staðnum fara fram í fyrirlestrartímum:

  • miðvikudaginn 6. apríl 2022
  • miðvikudaginn 13. apríl 2022

Skráning á þær er sérstaklega tiltekin í verkefnalýsingu á Canvas.

Skil á kláruðu verkefni skal skila á Canvas í seinasta lagi föstudaginn 22. apríl 2022.


Útgáfa 0.1

Útgáfa Breyting
0.1 Fyrsta útgáfa