Skip to content

Latest commit

 

History

History
165 lines (108 loc) · 3.91 KB

1.kynning.md

File metadata and controls

165 lines (108 loc) · 3.91 KB
title
Kynning

Kynning

Vefforritun 2, vor 2024 — HBV403G

Ólafur Sverrir Kjartansson, [email protected]


Vefforritun 2

  • Framhald af vefforritun 1
  • Fórum yfir HTML, CSS og JavaScript á framenda í vefforritun 1
  • Förum núna yfir bakenda með Node.js og framenda framework/library


  • Form áfangans verður mjög svipað því og í vef1 og vef2 seinustu tvo ár
  • Námsefni að mest endurnýjað og tekið upp fyrir tveim árum
    • Mæli mjög með því að skoða það og dæmi fyrir fyrirlestur, ég geri ráð fyrir því að þið kunnið það að einhverju leiti
    • Þurfið ekki að horfa á upptökur en gæti verið gagnlegt þar sem farið er yfir dæmi þar

Forsendur

  • Geri ráð fyrir því að þið kunnið HTML, CSS og JavaScript
  • Notum ECMAScript 6+ í JavaScript, geri ráð fyrir að þið séuð kunnug því
  • Geri ráð fyrir því að þið hafið reynslu í að setja upp tól með NPM

  • Fyrstu vika og fyrsta verkefni fer yfir þetta efni
  • Tækifæri til að rifja upp eða læra
    • Ef þið tókuð ekki vef1 er svolítið af efni til að fara yfir, en ræðið við Óla ef ástæða til

Git & GitHub


Samskipti

  • Tilkynningar sendar í gegnum Canvas og berast á HÍ netfang
  • Slack fyrir dagleg samskipti

Eldri námskeið


Fyrirlestrar

  • Tvisvar í viku í töflu
  • Notum miðvikudagstíma frá 15:00–17:20 í stofu VR2–152
  • Mánudagstími mun vera notaður eitthvað yfir misserið
    • Sendi sérstaklega tilkynningu um hvenær

Upptökur

  • Stefni á að taka allt upp
  • Þó lofa ég engu ef tæknin klikkar

Dæmatímar

  • Tveir dæmatímar í töflu
  • Hópaskipting á Canvas
    • Dæmatími kennari hóps er ekki endilega sá sem fer yfir verkefni
  • Nánar í viku 2
  • Engir dæmatímar í viku 1

Verkefni

  • Byggja á raunverulegum verkefnum
  • Geta verið tímafrek en besta leiðin til að læra er að gera
  • Klárað er betra en fullkomið
  • 8 verkefni í heildina

Minni verkefni

  • Fimm minni
    • Sett fyrir og kynnt í fyrirlestri á miðvikudegi
    • Skilað tveimur vikum seinna á fimmtudegi
    • Gilda 10% hvert, samtals 50%
    • Megið ræða saman um verkefni og vinna hluta (takið fram í skilum ef mikil samvinna)
  • Skrifið ykkar eigin lausn eins mikið og þið getið

Hópverkefni

  • Tvö hópverkefni, gilda 20% hvort
  • Verkefni unnin í hópum, 3-4 saman
  • Sett fyrir
    • Fyrra í febrúar – vefþjónustur
    • Seinna í mars – framendi ofan á vefþjónustur

Einstaklingsverkefni

  • Opið verkefni sem gildir allt að 20%
  • Þið ákveðið efnið og útbúið verkefni og skýrslu (10%)
  • Valkvæmt að halda kynningu á verkefni, til upphækkunar (10%)

Verkefnaskil

  • Verkefnum og einkunnum fyrir þau er skilað í gegnum Canvas
  • Lesið leiðbeiningar og skilið öllu því sem beðið er um

Próf

  • Ekkert miðmisserispróf
  • Ekkert lokapróf

Einkunn

  • Lokaeinkunn byggir aðeins á verkefnaskilum
  • Minni verkefni, 50%
  • Hópverkefni, 40%
  • Einstaklingsverkefni, 20%
  • Gefið í hálfum, hámarkseinkunn 10

Mæting

  • Engin skyldumæting