title |
---|
Upplifun af formum |
Ólafur Sverrir Kjartansson, [email protected]
- Við þurfum að vanda okkur, og passa þegar við útfærum form
- Fólk mun nota formin okkar, reynum að gera þá upplifun sem besta
- Partur af UX—User Experience—á vefnum okkar
- Það er á okkar ábyrgð sem forritarar (ekki aðeins viðskiptavinar, hönnuða, verkefnastjóra o.sfr.) að hugsa heildstætt um það sem við gerum
- Ef við erum að taka við gögnum, hvernig getum við gert það sem best?
- Ef við tökum við kreditkortanúmeri, leyfum bil eða
–
á milli til að einfalda að lesa langa tölu - Fjarlægjum síðan úr gögnum á bakenda!
- Svipað með símanúmer (sérstaklega með landsnúmeri), kennitölur og fleiri flóknari gögn
- Þurfum líka að passa okkur á þeim forsendum sem við gefum okkur:
- Það eru ekki öll nöfn eins og þau nöfn sem við þekkjum
- Það eru ekki allar fjölskyldur eins og þær sem við þekkjum
- Kynvitund og kyntjáning er margskonar
- o.s.fr. o.s.fr.
- Þegar við erum að vinna með form og post gögn getum við lent í að gögn eru send aftur ef notandi endurhleður síðu eða fer að fara til baka, oft
Confirm Form Resubmission
- Í staðinn fyrir að taka við post gögnum og birta bætum við inn redirect eftir að gögn eru vistuð
- Lítill hlutur en getur bætt notendaupplifun